Elín Smáradóttir

Sýningastjóri

  • Elín Smáradóttir
Elín starfar sem sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið, auk þess sem hún starfar á skipulagsdeild. Veturinn 2018-2019 er Elín sýningarstjóri í Ronju Ræningjadóttur og Jónsmessunæturdraumi.

Elín lauk BA gráðu í bókmenntafræði við Háskóla Íslands árið 2001 og meistaranámi í leikhúsfræðum frá University College Dublin árið 2005.

Elín var sýningarstjóri í Íslensku óperunni frá hausti 2006, fyrst í Gamla bíói og svo í Hörpu. Verkefni hennar í óperunni eru m.a The Rake's Progress, Ariadne auf Naxos, La traviata, Così fan tutte, Cavalleria Rusticana og Pagliacci, Ástardrykkurinn, Töfraflautan, Il Trovatore, Ragnheiður og Don Carlo.

Meðal sýningarstjórnarverkefna Elínar í Þjóðleikhúsinu eru Djöflaeyjan, Fjarskaland, Risaeðlurnar og Umhverfis jörðina á 80 dögum.