Þórey Birgisdóttir

Þórey leikur í Shakespeare verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu, Ronju ræningjadóttur, Kópavogskróniku og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020. Hún sér jafnframt um sviðshreyfingar í Shakespeare verður ástfanginn.

Þórey lék í sirkussöngleiknum Slá í gegn og Jónsmessunæturdraumi hér í Þjóðleikhúsinu.

Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018 og lék í útskriftarverkefni leikaranema, Aðfaranótt, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Í Listaháskólanum tók hún einnig þátt í ýmsum útskriftarverkefnum sviðshöfunda samhliða náminu. 

Áður en Þórey hóf nám við skólann tók hún þátt í Ævintýri í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, Mary Poppins og Galdrakarlinum í Oz í Borgarleikhúsinu, þá sem hluti af dans- og sönghóp. Hún hefur einnig unnið með sjálfstæðum leikhópum, þar má nefna sýningar á borð við VIVID, Konubörn, Dísa ljósálfur, Vorblótið o.fl.

Hún hefur komið víða fram sem dansari bæði á sviði og í sjónvarpi og má þar nefna Dansdansdans, Söngvakeppni sjónvarpsins, Tina Turner o.fl.

Hún lék í stuttmyndunum Nýr dagur í Eyjafirði og Thick Skin en einnig má sjá henni bregða fyrir í Agnes Joy og Rétti.

Þórey var aðstoðarleikstjóri og danshöfundur í uppsetningu Verzlunarskólans á XANADÚ 2019 og danshöfundur í uppsetningu Herranætur á Vorið vaknar 2015.