06. Okt. 2023

Hádegisleikhús Þjóðleikhússins hefur göngu sína á ný með verki eftir Jón Gnarr

Þjóðleikhúsið frumsýndi nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í Hádegisleikhúsinu í gær. Verkið er bráðfyndið  þar sem Gói og Pálmi Gests fara á kostum. Tveir menn hafa verk að vinna. Þeir hafa unnið svo lengi saman að þeir gerþekkja hvor annan. Eða hvað? Einstaklega skemmtilegur gamanleikur sem kemur á óvart.

Hví ekki að njóta með vinum eða vinnufélögum?

Hádegisleikhús Þjóðleikhússins tók til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara. Þar sjá gestir sýningu á nýju íslensku leikriti um leið og þeir snæða léttan hádegiusverð. Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram á bilinu 12:00 -12.15. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma.

Fjögur ný íslensk verk voru valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. Verkið eftir Jón Gnarr er þriðja verkið sem tekið er til sýninga í Hádegisleikhúsinu. Auk Jóns, voru verk eftir Bjarna Jónsson, Hildi Selmu Sigurbjörnsdóttur og Sólveigu Eir Stewart valin til sýninga.

Tilvalið fyrir vinnustaði

 

Nánar

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími