Úlfur Eldjárn

  • Úlfur Eldjárn
Úlfur semur tónlist fyrir Samþykki í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.
Úlfur hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, sviðsverk og ýmsa miðla, en hefur einnig gefið út þó nokkur sjálfstæð verk, m.a. plötuna ‘The Aristókrasía Project’ þar sem er m.a. fjallað um geimferðir, sögu vísindanna og ástir manns og tölvu. Úlfur hefur einnig gert ýmsar tilraunir með að samþætta tónlist og nýja miðla. Má þar nefna gagnvirku verkin Strengjakvartettinn Endalausa (infinitestringquartet.com) og Reykjavík GPS sem var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 2018. Úlfur hefur auk þess átt samstarf við ýmsa listamenn og verið í ýmsum hljómsveitum, er m.a. meðlimur í Orgelkvartettinum Apparat (Apparat Organ Quartet) og starfaði með Jóhanni Jóhannssyni kvikmyndatónskáldi að síðasta verkefni hans, tónlistinni fyrir kvikmyndina Mandy eftir Panos Cosmatos með Nicholas Cage í aðalhlutverki.
Úlfur samdi tónlist fyrir Segulsvið í Þjóðleikhúsinu.