/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Gísli Galdur Þorgeirsson

Höfundur hljóðmyndar, Tónskáld
/

Gísli Galdur Þorgeirsson útskrifaðist úr hljóðtækninámi frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn árið 2015. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum og samið tónlist og hljóðmyndir fyrir kvikmyndir, leikverk, sjónvarpsþætti, auglýsingar, útvarpsleikhús og innsetningar. Hann semur tónlist fyrir Ellen B. og Ex í Þjóðleikhúsinu í vetur. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann tónlist og gerði hljóðmynd fyrir í Sjö ævintýri um skömm, Atómstöðina-endurlit, Jónsmessunæturdraum, Óvin fólksins, Gott fólk, ≈ [um það bil], Svartan hund prestsins, Alla syni mína, Gerplu og Rambó 7. Meðal annarra leiksýninga sem hann hefur unnið við eru Mávurinn, Húmanimal, Verði þér að góðu og ÚPS! Hljómsveitirnar sem Gísli hefur unnið með og verið meðlimur í eru meðal annars Trabant, Quarashi, Ghostigital, Motion Boys og Human Woman. Hann hefur hlotið nokkrar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir hljóðmynd í Húmanimal.

 

Nánar um feril:

Gísli Galdur útskrifaðist úr hljóðtækninámi frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn árið 2015 þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni í dag.

Gísli hefur starfað á mörgum sviðum tónlistar undanfarin ár. Tónlistarferill hans spannar meðal annars þátttöku í hinum ýmsu hljómsveitum og við gerð tónlistar og hljóðmynda fyrir sjónvarpsþætti, bíómyndir, leikverk, auglýsingar, útvarpsleikhús og innsetningar.

Gísli hefur unnið sjálfstætt að ýmsum verkefnum og í samvinnu við aðra listamenn. Meðal annars hefur hann unnið með myndlistarmönnum og dönsurum.

Hljómsveitirnar sem Gísli hefur unnið með og verið meðlimur í eru meðal annars Trabant, Quarashi, Ghostigital, Motion Boys og nú seinast Human Woman.

Hér í Þjóðleikhúsinu samdi Gísli Galdur tónlist og hljóðmynd fyrir Atómstöðina-endurlit, Jónsmessunæturdraum, Óvin Fólksins, Gott fólk og ≈ [um það bil].

Önnur verkefni í Þjóðleikhúsinu eru meðal annars Svartur hundur prestsins, Allir synir mínir, Gerpla og Rambó 7.

Af öðrum leikverkum sem Gísli hefur unnið tónlist og hljóðmyndir við má nefna Mávinn, Húmanimal, Verði Þér Að Góðu, ÚPS! og fleiri.

Gísli hefur hlotið þónokkrar tilnefningar til Grímunnar fyrir tónlist og hljóðmynd, en hann hlaut Grímuverðlaunin árið 2009 fyrir hljóðmyndina í leikverkinu Húmanimal.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími