Snorri Engilbertsson

Leikari

Snorri leikur í Samþykki og Þínu eigin leikriti í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.


Snorri Engilbertsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2012. Hann stundaði einnig leiklistarnám við École Philippe Gaulier í París og nám í samkvæmisdönsum við Nýja dansskólann um tíu ára skeið.

Snorri hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Óvini fólksins, Svartalogni, Horft frá brúnni, Góðu fólki, Húsinu, Heimkomunni, ≈ [um það bil], Hleyptu þeim rétta inn, Konunni við 1000°, Sjálfstæðu fólki - hetjusögu, Segulsviði, Harmsögu, Litla prinsinum, Dýrunum í Hálsaskógi, Tveggja þjóni, Macbeth, Fyrirheitna landinu og Englum alheimsins.

Áður en Snorri útskrifaðist frá LHÍ lék hann í Tortímandanum sem var lokaverkefni nemanda við Fræði og framkvæmd í LHÍ, Klæði í Norðurpólnum, Dauða og jarðarberjum hjá Félagi flóna og Hárinu í Austurbæ.

Hann fór  með aðalhlutverk í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk og lék í kvikmyndunum Gauragangi, Sumarlandinu, Reykjavík Whale Watching Massacre og Astrópíu, og stuttmyndunum Góðum stað og Ég elska þig. 

Snorri var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir leik í aðalhlutverki fyrir Fyrir framan annað fólk og leik í aukahlutverki fyrir Sumarlandið.

Snorri var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Hafinu.