Oddur Júlíusson

Leikari


Oddur leikur í  sirkussöngleiknum Slá í gegn, Ronju ræningjadóttur, Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi og Loddaranum hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Hann stundaði einnig dansnám við Listdansskóla Íslands í nútímadansi.

Í Þjóðleikhúsinu hefur Oddur leikið í Fjarskalandi, Tímaþjófnum, Oddi og Sigga, Hafinu, Lofthræddi örninn Örvar, Í hjarta Hróa hattar, ≈ [um það bil], Hleyptu þeim rétta inn, Ævintýrum í Latabæ, Fjalla-Eyvindi, Dýrunum í Hálsaskógi, Óvitum, Þingkonunum, Spamalot og Eldrauninni.

Hann lék einnig hér í Ofsa á vegum Aldrei óstelandi og Svörtum fjöðrum sem sýnt var í samstarfi við Sigríði Soffíu.

Áður en Oddur útskrifaðist úr LHÍ tók hann þátt í ýmsum leiklistartengdum verkefnum. Hann dansaði í danssýningunni Bræður eftir Pars Pro Toto sem sýnd var á Listahátíð 2010, lék í kvikmyndinni Málmhaus og lék í sýningunni Das ehemelige Hause eftir dansk/austurríska leikhópinn SIGNA á Salzburger Festspiele sumarið 2011.

Hann er einn af stofnendum listahópsins Maddýjar sem setti upp þrjár sýningar veturinn 2008-2009, Hugvekju, Er' ekki allir í sundi? í Sundhöll Reykjavíkur og Hér er margt að ugga…öfug…ugga sem unnin var í samstarfi við Gay Pride hátíðina 2010.