María Thelma Smáradóttir

Leikari

María Thelma Smáradóttir útskrifaðist með BA í leiklist af sviðshöfundabraut úr Listaháskóla Íslands vorið 2016. Frá útskrift hefur hún farið með hlutverk í þáttaröðinni Fangar og starfað hjá Þjóðleikhúsinu síðastliðið ár þar esm hún fór með hlutverk í leikverkunum Risaeðlurnar og Ég get. Hún hefur einnig verið andlit auglýsingarherferða Símans, Bleiku slaufunnar og Maraþon Íslandsbanka. Einnig fer hún með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Arctic þar sem hún leikur á móti danska leikaranum Mads Mikkelsen, en myndin verður frumsýnd í febrúrar 2019. Þetta er hennar annað leikár hjá þjóðleikhúsinu.