Hákon Jóhannesson

Hákon leikur í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Hákon útskrifaðist frá leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2018 og lék í útskriftarverkefni leikaranema, Aðfaranótt sem sýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Fyrr á  þessu leikári lék Hákon skemmtanastjórann í söngleiknum Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar og var það hans fyrsta hlutverk í atvinnuleikhúsi eftir útskrift.

Áður en Hákon útskrifaðist af leikarabraut lék hann meðal annars í Vatn er gott í Kassanum, Lík af aumingja hjá Útvarpsleikhúsinu og Þvotti í Tjarnarbíói. Þá hefur hann einnig tekið að sér smærri hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.