Allt leikárið

Þitt eigið leikrit - Goðsaga

 • Eftir Ævar Þór Benediktsson
 • Leikstjórn Stefán Hallur Stefánsson

Það er þitt að ákveða hvað gerist!

 • Verð 3900
 • Frumsýning 26.1.2019
 • Svið Kúlan

Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður því hvað gerist næst, hafa notið gífurlegra vinsælda meðal yngri lesenda. Nú er komið að þér að stjórna framvindunni í þínu eigin leikriti!

Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur ráða því hvað gerist! Muntu sigra Miðgarðsorminn eða gleypir hinn hræðilegi Fenrisúlfur þig? Ætlarðu að gerast barnapía fyrir Loka eða líst þér betur á að verja sjálfa Valhöll fyrir jötnum og hrímþursum?

Ævintýraleg og spennandi sýning, þar sem allt getur gerst!

Aldurshópur: 8 ára og eldri.

Aðstandendur

 • Leikarar Sóveig Arnarsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Snorri Engilbertsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hilmir Jensson
 • Höfundur Ævar Þór Benediktsson
 • Leikstjórn Stefán Hallur Stefánsson
 • Leikmynd Högni Sigurþórsson
 • Lýsing Magnús Arnar Sigurðarson
 • Myndband Ingi Bekk
 • Aðstoðarleikstjórn Mari Agge
 • Leikgervadeild Valdís Karen Smáradóttir (yfirumsjón)
 • Búningadeild Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón)
 • Leikmunadeild Mathilde Anne Morant (yfirumsjón)

Næstu sýningar