Miðasala

Áskriftarkort

Áskriftarkortið tryggir þér sæti á þær sýningar sem þig langar að sjá. Með áskriftarkorti tryggir þú þér besta verðið og skemmtun árið um kring. Handhafar árskorta fá afslátt af öðrum leikhúsmiðum og gjafakortum. Þjóðleikhúsið býður leikhúsgestum upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu verka.

Sérkjör fyrir ungmenni, aldraða og öryrkja.
Hafðu samband við miðasöluna 551 1200 eða midasala@leikhusid.is

Kaupa áskriftarkort

4 sýningar að eigin vali 15.900 kr.

Þjóðleikhúsblaðið 17/18

Þjóðleikhúsblaðið er komið út! 

Gjafakort Þjóðleikhússins

Gjafakort Þjóðleikhússins veitir tækifæri á að bregða sér inn í annan heim, yfir í annan tíma í eina kvöldstund! Handhafi gjafakortsins þarf ekki annað að gera en velja sér sýningu og panta sér sæti hjá miðasölu eða á netinu. Einfaldara getur það ekki verið.
Þú getur einnig komið í miðasöluna okkar og keypt gjafakortin þar. Gjafakort eru afhent í fallegri öskju.

Veitingar og drykkir

Veitingar og drykkir eru að jafnaði í boði fyrir sýningu og í hléi. Hægt er að kaupa drykki, sælgæti og aðrar vörur á þremur sölustöðum, tveimur á neðri hæð og einum á hinum glæsilega Kristalsal. Á Kristalsal er hægt að fá sér sæti við borð fyrir sýningu og í hléi.
Hægt er að panta drykki á sölustöðum áður en sýning hefst. Drykkirnir bíða þá gesta í hléi.

Vildarkjör kortagesta

Kortagestir Þjóðleikhússins njóta vildarkjara á völdum veitingahúsum í nágrenni leikhússins. Það er tilvalið að panta borð, fyrir eða eftir sýningar og gera kvöldið enn eftirminnilegra.

Lesa meira