Þjóðleikur
Þjóðleikur er afar stórt og afar farsælt samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og margra menningarráða grunn- og framhaldsskóla, sveitarfélaga og áhugaleikfélaga á landsbyggðinni.
- efla áhuga ungs fólks á leiklist.
- tengja Þjóðleikhúsið landsbyggðinni.
- styrkja fagflekkingu í leiklist í
skólum og hjá áhugaleikfélögum.
- efla íslenska leikritun.
Eitt
af því sem kemur í veg fyrir að skólar setji oftar upp leiksýningar er skortur
á vönduðum styttri leikverkum fyrir unga leikara. Þjóðleikhúsið lætur því þekkt
íslensk leikskáld skrifa sérstaklega ný íslensk leikrit fyrir þessa hópa sem
þeir geta valið úr til uppsetningar. Þjóðleikhúsið
veitir síðan þeim hópum sem taka þátt í
Þjóðleik aðstoð í formi faglegrar ráðgjafar og námskeiðum þar sem tekið er á
þáttum eins og sviðsetningu, sviðstækni, leikstjórn og skipulagi
æfingaferlis.
Hver hópur sýnir í sinni heimabyggð, en einnig eru lokahátíðir að vori þar sem allar sýningar í hverjum landshluta koma saman á stórri leiklistarhátíð. Hátíðirnar eru einstakt tækifæri fyrir ungt áhugafólk um leiklist til þess að koma saman, sýna afrakstur erfiðis síns og setja eigin verk í samhengi við annarra.
Verkefnið er tvíæringur þar sem fyrra árið er undirbúningsár og það síðara framkvæmdaár.
Þjóðleikur fór fram í fyrsta sinn á Austurlandi veturinn 2008-2009.
Milli
20-30 leiksýningar hafa verið frumsýndar á vegum þjóðleiks og alla jafna koma
milli 4-500 ungmenni að verkefninu í hvert sinn. Oftast sýna hóparnir fyrir
skólana sína auk sýninga fyrir fjölskyldu, vini og bæjarbúa. Og skipta
áhorfenur þúsundum, börn og fullorðnir.
Meira um Þjóðleik:
https://www.facebook.com/Tjodleikur.leiklistarhatid/