Um Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi allt frá opnun þess árið 1950.

Leikhusid-i-sol

Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar og um starfsemi þess er fjallað í öðrum kafla Leiklistarlaga 1998, nr. 138 23, og í Reglugerð fyrir Þjóðleikhús nr. 117, 15.1.2009 . 12. 

Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu. Í Þjóðleikhúsinu eru settar á svið framúrskarandi leiksýningar sem skemmta áhorfendum, ögra þeim, vekja þá til umhugsunar og veita þeim innblástur.

Á verkefnaskránni eru að jafnaði ný og eldri innlend og erlend verk, klassískar leikbókmenntir, söngleikir og barnasýningar, sem og sýningar af ýmsu tagi unnar í samstarfi við leikhópa, danslistafólk og listastofnanir. Sérstök rækt er lögð við innlenda nýsköpun og ný íslensk leikverk. Þjóðleikhúsið leggur einnig ríka áherslu á að efla áhuga og skilning yngri kynslóða á leikhúsinu með sýningum fyrir börn og unglinga og fræðslustarfi. Leikið er á fimm ólíkum leiksviðum í leikhúsinu, en Þjóðleikhúsið sýnir einnig sýningar á leikferðum um landið.

Á hverju ári eru um 30 ólíkar sýningar á fjölum leikhússins. Þar af er um tugur nýrra frumsýninga, en að auki sýnir leikhúsið verk frá fyrra leikári ásamt samstarfs- og gestasýningum.

Fastráðið starfsfólk leikhússins er um 100 manns, en einnig starfa tæplega 200 lausráðnir starfsmenn við leikhúsið á ári hverju. Eru þá ótaldir starfsmenn gesta- og samstarfsverkefna. Í Þjóðleikhúsinu starfar metnaðarfullt sviðslistafólk í fremstu röð og þar er lögð alúð við að efla innra starf og starfsánægju, með áherslu á jafnréttismál.

stori


Fimm leiksvið

 • Stóra sviðið tekur 505 gesti samtals, í sal (376 sæti) og á svölum (129 sæti). Þegar hljómsveitargryfja eða framsvið eru í notkun geta gestir verið  460.
 • Kassinn við Lindargötu 7 tekur 137 gesti.
 • Kúlan, barnasviðið í kjallara við Lindargötu 7, tekur 80 gesti, en allt að 120 gesti ef setið er á dýnum á gólfinu.  
 • Brúðuloftið (Leikhúsloftið), á efstu hæð í aðalbyggingu, tekur um 100 gesti í sæti.
 • Leikhúskjallarinn í aðalbyggingu tekur um 100-200 gesti. Uppröðun í áhorfendasal er breytileg, og gestir sitja ýmist í sætaröðum eða við borð.
 • Þjóðleikhúsið hefur afnot af gamla Hæstaréttarhúsinu við Lindargötu 3. Þar er æfingaaðstaða og bóka- og skjalasafn leikhússins til húsa.
Kristalsalur

Baksviðs í Þjóðleikhúsinu

Á Smíðaverkstæðinu:

_DSC3622-smidaverkstaedi

Leikgervadeild - hár og förðun:

Har-og-fordun_DSC4210-Kolbrun-MariaHar-og-smink-kollugerd_DSC2209Har-og-smink-hargreidsla_DSC3407Har-og-smink-skegg_DSC3304_DSC4145-Throstur-Leo

Leikmunagerð:

Props-trygve_DSC2592

Saumastofa:

Saumastofa-asdis_DSC2381Saumastofa-gussi-og-maria_DSC3064IMG_3713IMG_3709

Sýningarstjórar:

_DSC3698-syningarstjorar

Stóra sviðið:

Stora-svidid-IMG_3647

Hljóðdeild - keyrsluborð í sal:

_DSC3984-Elvar-hljod

Ljósadeild - ljósahönnuður á æfingu:

_DSC3908-Oli-ljos

Þjóðleikhússtjórar frá upphafi

1949-1972        Guðlaugur Rósinkrans

1972-1983        Sveinn Einarsson

1983-1991        Gísli Alfreðsson

1991-2004        Stefán Baldursson

2005-2014        Tinna Gunnlaugsdóttir

2015-2019        Ari Matthíasson

2020-                 Magnús Geir Þórðarson

Þjóðleikhúsráð

Um þjóðleikhúsráð skv. 7. gr. Leiklistarlaga:

Ráðherra skipar fimm manna þjóðleikhúsráð. Félag íslenskra leikara tilnefnir einn fulltrúa og Félag leikstjóra á Íslandi annan en þrír eru skipaðir án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi ráðsmanna. Ráðið skal skipað til fjögurra ára í senn, þó þannig að starfstími þeirra fulltrúa sem skipaðir eru án tilnefningar takmarkast við embættistíma ráðherrans sitji hann skemur. Fulltrúi starfsmanna leikhússins, kjörinn úr hópi þeirra til eigi skemmri tíma en eins árs í senn, á sæti á fundum þjóðleikhúsráðs með málfrelsi og tillögurétti. 

Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og skulu allar meiri háttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir þjóðleikhúsráð til samþykktar og ráðið hefur eftirlit með framkvæmd hennar.

Þjóðleikhúsráð, skipað 1. júlí 2019 til 1. júlí 2023:

 • Halldór Guðmundsson, formaður, skipaður án tilnefningar,
 • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, varaformaður, skipuð án tilnefningar,
 • Pétur Gunnarsson, skipaður án tilnefningar,
 • Sigmundur Örn Arngrímsson, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara,
 • Fríða Björk Ingvarsdóttir, tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Varamenn:

 • Jóna Finnsdóttir, skipuð án tilnefningar,
 • Magnús Árni Skúlason, skipaður án tilnefningar,
 • Baldur Þórir Guðmundsson, skipuð án tilnefningar,
 • Karen María Jónsdóttir, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara,
 • Arnbjörg María Daníelsen, tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Áheyrnarfulltrúi starfsmanna frá október 2016 er Trygve Jonas Eliassen. Varamaður hans er Hjördís Sigurbjörnsdóttir.

Listráð

Listráð Þjóðleikhússins er þjóðleikhússtjóra til ráðgjafar varðandi verkefnaval og listræna stefnumótun. 

Í listráði sitja:

 • Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri
 • Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur 

Byggingarsagan

1873 Hugmyndinni um Þjóðleikhús í fyrsta sinn varpað fram skriflega, svo vitað sé, í sendibréfi sem Indriði Einarsson skrifar Sigurði Guðmundssyni. 

1907 Indriði setur formlega fram hugmynd sína um Þjóðleikhús 34 árum síðar, í tímaritinu Skírni, með hugmyndum um stærð hússins og útbúnað, og tilheyrandi útreikningi á kostnaði.

1915 Indriði skrifar í tímaritið Óðin og hvetur enn til þess að ráðist verði í að byggja Þjóðleikhús. Þar segir hann m.a.:Leikhúsið sameinar í sér allar listir í einu, ef það er fullkomnara en við höfum átt að venjast. Það er efsta loft menningarinar í hverju landi.Með þessum skrifum hefst fyrsti kaflinn í sögu Þjóðleikhússins. Eftir þetta leggja margir áhugamenn um leiklist málefninu lið, m.a. með skrifum í blöð. Fremstur í þeirra röð er vinur Indriða, skáldið Einar H. Kvaran, sem skrifar margar skeleggar greinar um ágæti þess að stofna þjóðleikhús.

1919 Leikfélag Reykjavíkur er rekið með miklum blóma á þessum tíma, og setur m.a. upp mörg íslensk verk. Leikfélagið gefur allan ágóða af sýningu Nýársnæturinnar í sjóð til leikhúsbyggingar. En þó áhugann skorti ekki, er enn langt í land með þjóðleikhús. Brautryðjendurnir eru af samtímafólki taldir óraunsæir draumóramenn, og það er almenn skoðun ráðamanna að þjóðleikhús sem myndi kosta ekki minna en 250 þúsund krónur, sé einfaldlega of dýrt fyrirtæki fyrir litla þjóð. Illa gengur að afla fjár, og þykir útséð með að nokkuð verði af framkvæmdum um ófyrirsjáanlega framtíð.

1922 Sú hugmynd kemur upp að fjármagna byggingu þjóðleikhúss með því að láta allan skemmtanaskatt renna til byggingar þess, og standa undir rekstri þess. Hugmyndin var í því fólgin að láta lægri skemmtun styðja hina æðri og þroskavænlegriÞar með verða þáttaskil, því skyndilega er bygging þjóðleikhúss orðin raunhæfur möguleiki. Nokkrir nánustu vandamenn Indriða Einarssonar og Jónas Jónsson alþingismaður gera með sér bandalag um þessa lausn málsins.

1923 Þingmennirnir Jakob Möller og Þorsteinn M. Jónsson bera fram frumvarp um að skemmtanaskattur renni í byggingu þjóðleikhúss og það er samþykkt og lögfest með miklum meirihluta á Alþingi.

1925 Í fyrstu byggingarnefndinni sitja Indriði Einarsson, formaður, Einar H. Kvaran og Jakob Möller. Þeir starfa án launa. Farið er að huga að teikningum hússins, og Guðjón Samúelsson, byggingameistari ríkisins er fenginn til verksins. Frá þessum fyrstu teikningum og til vígsludags eiga eftir að líða 25 ár. 

1929 Grunnur hússins er tekinn 1929, en á næstu tveimur árum er húsið steypt upp og gert fokhelt.1932Skemmtanaskattssjóðurinn er tekinn af húsinu til ársins 1941.

1941 Þjóðleikhúsið er hernumið til 1945 og þar geymd ýmis hergögn breska hersins. 

1950 Þjóðleikhúsið er opnað formlega.21 ár leið frá fyrstu skóflustungu til vígsludags, en ef frá eru talin þau ár sem allt var í biðstöðu vegna fjárskorts eða hernáms, var byggingatíminn 7 ár.

1989-1990 Stóra salnum er breytt, í stað tveggja áhorfendasvala koma nú einar svalir, sjónlínur áhorfenda og hljómburður er bættur. Leikhúsloftið útbúið.2006-2008Viðamiklar viðgerðir á ytra byrði leikhússins.

2013 Viðbygging við austurhlið leikhússins eykur geymslurými leikmynda og tengir Smíðaverkstæði í kjallara við Stóra sviðið.

Leikhusid


Á vef Leikminjasafnsins getur þú flett upp listafólki og leiksýningum, smelltu hér til að komast í gagnagrunninn