Kristín Hauksdóttir
Sýningastjóri
Kristín Hauksdóttir starfar sem sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið.
Kristín hefur starfað sem sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið frá útskrift úr námi og haft með höndum sýningarstjórn fjölmargra verkefna leikhússins, leiksýninga, ballettsýninga, söngleikja og óperusýninga.
Meðal nýlegra sýningarstjórnarverkefna hennar eru Samþykki, Djöflaeyjan, Fjarskaland, Álfahöllin, Yfir til þín, Sporvagninn Girnd, Sjálfstætt fólk - hetjusaga, Fjalla-Eyvindur, Eldraunin, Maður að mínu skapi, Macbeth, Vesalingarnir, Oliver, Sjálfstætt fólk - Ásta Sóllilja, Krítarhringurinn í Kákasus, Draumur á Jónsmessunótt, Kirsuberjagarðurinn, Syngjandi í rigningunni, Cyrano frá Bergerac, Hollendingurinn fljúgandi, Með fullri reisn, Ríkarður þriðji og Edith Piaf.