Magnús Arnar Sigurðarson

Ljósameistari

Magnús hannar lýsingu fyrir Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020, og er einn þriggja leikmyndarhöfunda.

Magnús hannar lýsingu í  í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Magnús Arnar hefur starfað sem tæknimaður og ljósamaður í leikhúsum frá árinu 2002 og hefur lýst nokkurn fjölda leiksýninga, danssýninga og tónleika.

Magnús var fastráðinn við Þjóðleikhúsið haustið 2012 og starfaði hér við ýmsar sýningar. Hann hannaði m.a. lýsingu fyrir samstarfsverkefnið Insomnia. Þitt eigið leikrit I - Goðsaga, Slá í gegn, Maður sem heitir Ove, Gott fólk, Sporvagninn Girnd, Konuna við 1000°, Segulsvið, Harmsögu, Pollock?, Svanir skilja ekki, Litla prinsinn og Sögustund. Hann hannaði lýsingu fyrir samstarfsverkefnin (90)210 Garðabær og Segðu mér satt fyrir Leikfélagið Geirfugl, Hvörf fyrir Lab Loka og Ég vil frekar að Goya... fyrir StUnu.

Magnús Arnar hefur meðal annars starfað hjá Loftkastalanum, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, GRAL, Íslensku óperunni og fiskvinnslunni Odda á Patreksfirði.

Magnús var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir Konuna við 1000°.