/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Jóhann Bjarni Pálmason

Deildarstjóri ljósadeildar, Ljósahönnuður
/

Ljósahönnuður, deildarstjóri ljósa

Jóhann Bjarni Pálmason nam ljósahönnun við Central School of Speech and Drama í London. Hann starfaði sem ljósameistari Íslensku óperunnar 1985-2008 og lýsti meðal annars La Chenerentola, Rakarann í Sevilla, Rigoletto og Carmina Burana. Hann hefur hannað lýsingu fyrir fjölmörg leikhús og leikhópa, meðal annars Íslenska dansflokkinn, Alþýðuleikhúsið, Pé leikhópinn, Frú Emilíu, Augnablik, Leikhópinn á Senunni og 10 fingur. Hann hannaði lýsingu í Hörpu m.a. fyrir Klassíkina okkar og 100 ára fullveldisafmæli. Meðal verkefna hans hér eru  Hvað sem þið viljið, Nokkur augnablik um nótt, Ást og upplýsingar, Kópavogskrónika, Upphaf, Ör, Frida, Hart í bak og Leigjandinn, og hjá Leikfélagi Akureyrar Hart í bak, Undir berum himni, Sek og Lísa í Undralandi.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími