Kristján S. Einarsson

Hljóðmaður

  • Kristjan-Sigmundur-Einarsson

Kristján sér um hljóðhönnun, í samvinnu við Kristin Gauta, fyrir sýninguna Shakespeare verður ástfanginn og Engilinn, í samvinnu við Pétur Ben, í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020

Kristján hefur verið fastráðinn hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2013. 

Kristján sá um hljóðmynd í sirkussöngleiknum Slá í gegn ásamt Kristinn Gauta Einarssyni. Hann sá um hljóðmynd í Segulsviði ásamt Úlfi Eldjárn. Hann sá um hljóðmynd og hljóðstjórn í Óvitum ásamt Andra Ólafssyni og Kristni Gauta Einarssyni. Þá sá hann um hljóðstjórn í Þingkonunum. Hann sá um hljóðhönnun í Ofsa sem Aldrei óstelandi sýndi í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Kristján sá um hljóðmynd í Heimkomunni og Umhverfis jörðina á 80 dögum.

Kristján útskrifaðist með diplomu í hljóðvinnslu frá SAE Institute í London árið 2011. Hann stundaði einnig nám í gítarleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Kristján hefur leikið með mörgum vestfirskum hljómsveitum frá unga aldri.

Kristján hefur starfað sem hljóðmaður við ýmsa viðburði. Eftir útskrift frá SAE vann hann við ýmis verkefni á vegum Saga Film þar til hann hóf störf við Þjóðleikhúsið árið 2013.

Kristján og Eggert Pálsson fengu Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd ársins í Ofsa í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins.