Stígur Steinþórsson

  • Stígur Steinþórsson
Stígur gerir leikmynd fyrir Samþykki í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Stígur Steinþórsson lauk námi úr málaradeild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1987 en áður hafði hann í verið lærlingur hjá Sigurjóni Jóhannssyni leikmyndateiknara í Þjóðleikhúsinu. 

Stígur hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í öllum helstu leikhúsum landsins og fyrir sjónvarp og kvikmyndir. 

Meðal nýlegra verkefna í Þjóðleikhúsinu eru Faðirinn og samstarfsverkefnin Ofsi í samstarfi við Aldrei óstelandi og 4:48 Psychosis í samstarfi við Edda Productions.Meðal annarra verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Sá ljóti/Vígaguðinn/Konan áður, Eldhús eftir máli-hversdagslegar hryllingssögur, Leitt hún skyldi vera skækja, Í hvítu myrkri, Taktu lagið Lóa og Helgispjöll.

Stígur gerði leikmynd fyrir Ofsa og Lúkas hjá Aldrei óstelandi.

Meðal annarra verkefna eru Góðverkin kalla hjá Leikfélagi Akureyrar, Maríusögur og Sumargestir í Nemendaleikhúsinu, Bein útsending, Veðmálið og Rocky Horror í Loftkastalanum, Stúlkan í vitanum og Káta ekkjan í Íslensku óperunni, Kalli á þakinu hjá 3 Sagas og Gesturinn hjá Þíbylju. 

Meðal verkefna hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur eru Við borgum ekki við borgum ekki, Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur, And Björk,of course…, Fyrst er að fæðast, Beðið eftir Godot, Móglí, Skáldanótt, Einhver í dyrunum, Kysstu mig Kata, Vorið vaknar, Litla hryllingsbúðin, Horft frá brúnni, Ofanljós, Grease, Sumarið ´37, Feitir menn í pilsum, Hið ljúfa líf, Dómínó, Hið ljósa man, Tviskinnungsóperan, Framtíðardraugar, Ófælna stúlkan, Óskin, Englar í Ameríku og Tartuffe. 

Stígur var tilnefndur til Grímunnar fyrir Lúkas og Eldhús eftir máli.