Sigríður Sunna Reynisdóttir

  • Sigridur-Sunna-Reynisdottir

Sigríður Sunna gerir leikmynd og búninga í Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) og Kópavogskróniku og leikmynd fyrir Meistarann og Margarítu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Sigríður Sunna útskrifaðist vorið 2012 með BATP gráðu frá Royal Central School of Speech and Drama, af brúðuleikhús - og sviðshöfundabraut (e. puppetry & performance art). Áður nam hún almennar bókmenntir og leikhúsfræði við Háskóla Íslands og Universitá Karlova (BA) og textílhönnun við Skals School of Design and Crafts. 

Hún hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir ýmsa leikhópa og leikhús. 

Af verkefnum í Borgarleikhúsinu má nefna Tvískinnung, 1984, Hamlet litla, Vísindasýningu Villa og Lóaboratoríum. Einnig hefur hún hannað fyrir Menningarfélag Akureyrar (Lísa í Undralandi), Íslenska Dansflokkinn (Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri) og í Tjarnarbíó (Íó, Gára Hengo). 

Sunna stofnaði leikhópinn VaVaVoom í félagi við Söru Martí. Þær framleiddu sýningarnar Hands Up! sem hlaut Tallinn Treff Festival verðlaunin 2011 og Nýjustu fréttir sem var sýnd í Summerhall á Edinborgarhátíðinni 2013. Tónleikhúsverk þeirra WIDE SLUMBER var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík í lok maí 2014 og hlaut alþjóðlegu tónleikhúsverðlaunin Music Theatre NOW á þríæringnum 2015 í Hollandi. 

Einnig hefur hún starfað með ýmsum öðrum leikhópum (Nordic Puppet Ambassadors, Nonesuch Theatre, Rainbow Collectors, Bakarí o.fl.) og komið fram á hátíðum hérlendis og erlendis (Copenhagen Puppet Festival, Turku International Puppet Festival, Tallin Treff Festival, TeatroToc Festival, Bialystok Puppet Festival, Jeudis í Centre Pompidou o.fl.).