Védís Kjartansdóttir

Védís Kjartansdóttir útskrifaðist frá P.A.R.T.S. í Brussel árið 2012 og er með meistaragráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Védís hefur dansað með Íslenska dansflokknum, Bíbí og blaka, Ernu Ómarsdóttur, og Camillu Monga svo eitthvað sé nefnt. Hún var aðstoðardanshöfundur fyrir Calmus Waves eftir Kjartan Ólafsson og Kasper Ravnhoj, og einnig fyrir Shades of History eftir Katrínu Gunnarsdóttur ásamt því að vera stundakennari við Listaháskóla Íslands. Védís er hluti af listræna teyminu Marmarabörnum sem gerði sýninguna Moving Mountains in Three Essays sem var frumsýnd árið 2017. Sýningin var útnefnd sem sýning ársins í Evrópu og var hópurinn jafnframt valinn einn af rísandi stjörnum í Þýskalandinu af tímaritinu Tanz sem er eitt það stærsta og virtasta í Evrópu sinnar tegundar. Einnig var hópurinn tilnefndur til Grímuverðlauna sem danshöfundur ársins árið 2019.

Védís hefur tvisvar verið tilnefnd til Grímunnar sem dansari ársins árin 2017 og 2018.