Sebastian

Sebastian er höfundur tónlistar og söngtexta í Ronju ræningjadóttur sem Þjóðleikhúsið sýnir leikárið 2018-2019.
Sebastian er listamannsnafn Knud Torben Grabow Christensen, sem er danskur söngvari, tónlistarmaður og tónskáld. Hann hóf feril sinn á sjöunda áratugnum, og hefur selt um tvær milljónir eintaka af hljómplötum. Hann hefur samið fjölda vinsælla sönglaga og söngleikja, komið fram á yfir 1.000 tónleikum og unnið með ýmsum þekktum dönskum tónlistarmönnum. 
Meðal söngleikja sem hann hefur samið eru Gulleyjan sem er byggður á skáldsögu Robert Louis Stevenson, og tveir geysivinsælir söngleikir byggðir á bókum eftir Astrid Lindgren, Ronja ræningjadóttir (1991) og Lína (1998). Tónlistin í Ronju hlaut dönsku tónlistarverðlaunin, DMA, árið 1992. 
Heimasíða Sebastians