Saga Sigurðardóttir

Dansari

Saga hefur starfað sem danslistakona frá árinu 2006. Hún nam dans og kóreógrafíu við ArtEZ listaháskólann í Hollandi, lauk síðar BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands og MFA gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands 2017. Verk hennar og samstarfsverkefni hafa verið sýnd víða í samhengi sviðslista, myndlistar og tónlistar. Auk þess að leiða eigin verkefni sem höfundur hefur hún ruglað reitum við ótal listamenn þvers og kruss um listfögin og starfað sem meðhöfundur og flytjandi í fjölda verka með framsæknum sviðslista- og gjörningahópum (Marble Crowd, 16 elskendum, The PPBB performance band, Leikhúsi listamanna, Gjörningaklúbbnum, Mér og vinum mínum o.fl). Saga gegnir stöðu dósents við Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.