Pétur Steinn Atlason

Pétur Steinn leikur í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Pétur Steinn lék í Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu (2016-2017).
Hann lék í útvarpsleikritunum Ljósberum í leikstjórn Hörpu Arnardóttur (2106) og Skuggablómum í leikstjórn Ragnars Bragasonar (2016).
Hann lék í jólaleikriti Borgarbarna í Iðnó (2015) og í hópatriði í Ófærð (2014).
Hann hefur verið í listhóp í Sönglist í sex ár og sótt talsetningarnámskeið hjá Sýrlandi.