Pálmi Jónsson

  • Palmi-Jonsson-sh

Pálmi sér um grafík í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Pálmi er ljósa- og myndbandshönnuður og hefur starfað einna helst fyrir Borgarleikhúsið og sjálfstætt í fimm ár.

Dæmi um verkefni hans eru ljósahönnun á Club Romantica í Borgarleikhúsinu og forritun á lýsingu í sýningum á borð við Elly, Rocky Horror, Guð Blessi Ísland, Himnaríki og helvíti, Ríkharði III og Matthildi í uppsetningu Borgarleikhússins og dansverkunum Fórn, Verk nr. 1 og Best of Darkness í uppsetningu Íslenska dansflokksins.

Pálmi hefur einnig hannað myndefni fyrir Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, Klapp, RÚV, SENU Live og Íslensku Sinfóníuhljómsveitina, ásamt því að hafa hannað fyrir fjölmarga listamenn og hátíðir.