Paddy Chayefsky

Paddy Chayefsky skrifaði handrit kvikmyndarinnar Network sem leikverk Lees Hall, Útsending, er byggt á.

Paddy Chayefsky (1923-1981) var bandarískt leikskáld, höfundur sjónvarps- og kvikmyndahandrita og skáldsagnahöfundur. 

Hann hlaut á ferli sínum þrenn Óskarsverðlaun, fyrir kvikmyndahandritin Marty (1955), The Hospital (1971) og Network (1976).