Ólöf Birna Ólafsdóttir

  • Ólöf Birna Ólafsdóttir

Ólöf Birna leikur í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Ólöf Birna er í 5. bekk  í Flataskóla í Garðabæ.

Þátttaka Ólafar Birnu í Ronju ræningjadóttur er frumraun hennar á sviði leiklistar. Hún hefur sótt sex námskeið í leik- og sönglist hjá leikfélaginu Draumum og tekið þátt í uppfærslum á þeirra vegum. Jafnframt hefur hún sótt námskeið hjá söng- og leiklistarskólanum Sönglist í Borgarleikhúsinu.

Ólöf Birna hefur æft dans í Danskóla Birnu Björnsdóttur síðastliðin tvö ár en þar á undan lagði hún stund á fimleika með Stjörnunni. Ólöf Birna er meðlimur í barnakór Vídalínskirkju og æfir á píanó í Tónlistarskóla Garðabæjar.