Niklas Rådström

Leikgerðarhöfundur

Þjóðleikhúsið sýnir leikgerð eftir Niklas Rådström byggða á Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakov leikárið 2019-2020

Niklas Rådström er sænskt leikskáld, ljóðskáld og skáldsagnahöfundur. 

Fyrsta leikrit hans, Hitlers barndom, var frumflutt árið 1984 hjá Unga Klara í leikstjórn Suzanne Osten og var sýnt víða um heim. Hann hefur skrifað fjölda leikrita síðan þá, meðal annars På vägen till havet, Kvartett, Lång tystnad. Plötsligt mörker, De onda og Gå genom ett berg. Meðal leikgerða hans eru Dantes gudomliga komedi, Bibeln og Don Quijote.

Hann hefur unnið með Suzanne Osten að kvikmyndahandritunum Bröderna Mozart, Livsfarlig film og Tala! Det är så mörkt. Hann skrifaði kvikmyndahandrit fyrir Jan Troell, Maria Larssons eviga ögonblick.

Hann sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína árið 1975. Fyrsta skáldsaga hans, Månen vet inte, kom út árið 1989, fyrsta bókin í sjálfsævisögulegum þríleik. Hann hefur sent frá sér fjölda annarra skáldverka.

Hann hefur einnig starfað með fjölda tónlistarmanna að verkum af ólíku tagi.

Hann hefur kennt skrif fyrir leikhús og kvikmyndir við Stockholms Dramatiska Högskola og skapandi skrif við Linnéuniversitetet.

Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir ritstörf sín.