Mirek Kaczmarek

Leikmynda- og búningahöfundur

Mirek Kaczmarek gerir leikmynd og búninga fyrir Atómstöðina - endurlit í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Mirek Kaczmarek lauk námi frá myndlistardeild Poznań Listaháskólans í Póllandi.

Hann starfar sem höfundur leikmynda, búninga og lýsingar, og myndlistarmaður á sviði margmiðlunar.

Hann hóf að starfa í leikhúsi árið 2002, og hefur síðan þá skapað myndræna umgjörð fyrir um 200 leiksýningar. Hann hefur einnig sýnt myndlistarverk á einkasýningum og samsýningum, meðal annars í Poznań, Łódź, Varsjá, Bonn, Stuttgart og Frankfurt.

Í leikhúsi hefur hann starfað með mörgum af virtustu leikstjórum pólsks nútímaleikhúss, og unnið í leikhúsum víða um Pólland, meðal annars í Kraków, Varsjá, Wrocław, Gdańsk og Poznań. 

Hann var höfundur leikmyndar og búninga í sýningu Unu Þorleifsdóttur á ≈ [um það bil] ( ≈ [PRAWIE RÓWNO) árið 2019 í Kielce í Póllandi.

Hann leikstýrði sjálfur sinni fyrstu leiksýningu árið 2018, "Ausgang" sem var byggð á hinni þekktu teiknimyndasyrpu Maus eftir Art Spiegelman. Hann leikstýrði einnig frumflutningi í Póllandi á Girls & Boys eftir Dennis Kelly.

Hann sá um pólska sýningarskálann í 11. skiptið sem Prague Quadriennial of Stage Design and Theater Architecture var haldin í Prag árið 2007, en sýningin er haldin á fjögurra ára fresti. Hann hefur unnið til margra leiklistarverðlauna, og árið 2012 var hann tilnefndur til Polityka's Passports í leiklist, sem eru ein virtustu listaverðlaun í Póllandi.