Mikael Köll Guðmundsson

  • Mikael Köll

Mikael Köll Guðmundsson leikur rassálf, grádverg og yrðling í Ronju Ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019. 

Mikael er í 5. bekk í Vesturbæjarskóla.
Hann æfir ballett í Listdansskóla Íslands og stepp- og söngleikjadans hjá Chantelle Carey. 
Mikael tók þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Línu Langsokk í hlutverki apans Herra Níels. Hann lék einnig í fjölskyldusýningunni Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu. Auk þess hefur hann leikið í ýmsum auglýsingum. 
Í sumar lék Mikael eitt af aðalhlutverkunum í  Flateyjargátunni sem verður sýnd á RÚV vorið 2019.