Matthías Stefánsson

Matthías leikur á fiðlu í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Matthías hefur verið starfandi tónlistarmaður síðan 2002 ásamt því að kenna á fiðlu og gítar. Matthías hefur spilað á yfir 100 geisladiskum fyrir listamenn eins og Björk, Sigurrós, Ríó tríó, Egil Ólafsson, Jóhann Friðgeir, Ragga Bjarna, Síðan skein sól, Reiðmenn vindanna, Bjarna Ara, Brimkló, Ellen Kristjáns, Sniglabandið, Friðrik Ómar, Hönnu Dóru Sturludóttur, Margréti Eir, Sigurgeir Sigmunds, Ásgeir Óskarsson, Herbert Guðmundsson, Magna Ásgeirsson, Papana, Stefán Hilmarsson, Regínu Ósk, Heru Björk, South river band, Björgvin Halldórsson, Pál Rósinkrans, Sigurð Flosason og Sigríði Beinteinsdóttur svo einhverjir séu nefndir.

Matthías hefur starfað með flestum þekktari tónlistarmönnum Íslands og verið starfandi meðlimur í ýmsum hljómsveitum. Tekið þátt í fjölda leikrita, söngleikjum og tónleikauppfærslum sem tónlistarmaður hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslensku Óperunni, Íslenska dansflokknum, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands.