Malene Begtrup

  • Malene-Begtrup-Andersen

Malene Begtrup er meðleikstjóri Nikolajs Cederholm í Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Malene er frá Danmörku en lauk leikstjórnarnámi við leiklistarháskólann í Malmö árið 2018.

Hún hefur starfað við hlið leikstjórans Nikolajs Cederholm frá árinu 2015, meðal annars við sýningarnar Danmarkshistorien og Beethoven-leikhústónleika hjá Bellevue-leikhúsinu og Diktatoren við Nørrebro-leikhúsið. 

Malene fæst jöfnum höndum við hefðbundna leiklist og konseptleikhús. Hún vann meðal annars með Rimini Protokoll við sýninguna Home Visit Europe. Útskriftarverkefni hennar í leikstjórnarnáminu var sýndarveruleikasýningin  Breaking Free.