Line Bech

  • Line Bech

Line Bech er höfundur búninga í Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Line Bech útskrifaðist sem hönnuður frá Central Saint Martins College of Art and Design í London árið 2015. Árið 2008 hóf hún störf sem aðstoðarmaður tísku- og búningahönnuðarins Anja Vang Kragh. Line hefur um árabil starfað við búningahönnun fyrir leiksýningar, danssýningar og sjónvarp. 

Meðal sýninga sem hún hefur gert búninga fyrir eru Cirkus Summarum, danssýningin Toby, Sommerballet, Danmarkshistorien, Shakespeares samlede værker og Syng dans í Bellevuy-leikhúsinu, leikhústónleikarnir HOW í Roglands-leikhúsinu í Noregi og Ballettinn Hnotubrjóturinn í Tívoli, þar sem hún starfaði með Margréti Danadrottningu. Hún hannaði búninga fyrir performans-sýninguna Apassionata EQUILA hjá Showpalast Munchen í Þýskalandi, leikhúskonsertinn TAUBE í Vestmanslands-leikhúsinu í Svíþjóð, Spring Awakening hjá Young Vic-leikhúsinu í London og 25 ára afmælishátíð Anders Matthesens í Royal Arena í Kaupmannahöfn..