Kristinn Snær Agnarsson

  • Kristinn-Agnarsson

Kristinn Snær er tónlistarmaður í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Kristinn Snær Agnarsson hefur leikið með flestum af þekktustu tónlistarmönnum Íslands síðan hann kom úr tónlistarnámi í Svíþjóð árið 2000. Meðal þeirra helstu má nefna Hjálma, Ásgeir Trausta, Bubba Morthens, Megas, Baggalút, KK, Bang Gang, Jónas Sig, Monotown og fleiri.

Hann er einn af stofnmeðlimum jass-tríósins Hot Eskimos ásamt Karli Olgeirssyni og Jóni Rafnssyni.

Einnig ferðaðist hann um árabil og spilaði með John Grant og kom fram með Sinéad O’Connor, JB Dunkckel úr Air og og fleirum í tengslum við önnur verkefni. Hann hefur komið fram í The Late Show með David Letterman og The Jools Holland Show.

Meðal verkefna í leikhúsi sem Kristinn hefur starfað við má nefna Gauragang og Ellý.

Hann hefur samið tónlist fyrir heimildarmyndir og hljómsveitir og útsett lög og stjórnað upptökum á hljómpötum.

Kristinn hefur verið tilnefndur og unnið til Íslensku tónlistarverðlaunana í fjöldamörg skipti sem partur af þeim verkefnum sem hann hefur starfað við.