Kristinn Guðmundsson

Myndlistarmaður

Kristinn Guðmundsson myndlistarmaður útskrifaðist með BA gráðu frá Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam, Hollandi árið 2012 og frá Dutch Art Institute (DAI), Arnhem, Hollandi, með MA gráðu árið 2016.

Kristinn hefur verið partur af sviðshópnum Marmarbörnum frá upphafi og hefur tekið þátt í sviðsetningum þeirra víðsvegar um Evrópu. Einnig hefur Kristinn performað með danshöfundinum Alexandra Bachzetsis.

Kristinn vinnur í samstarfi með Austurríska myndlistarmanninum Peter Sattler undir nafninu KristinnPeter og hafa þeir sýnt víðsvegar um Evrópu en einnig í Listasafni Reykjavíkur og á Hjólinu 2018, list í almennu rými sem myndhöggvarafélag Reykjavíkur stóð fyrir. Þeir vinna aðallega skúlptúra, innsetningar og fyrirlestra.

Kristinn hefur síðan 2017 búið til og stjórnað matreiðsluþáttunum Soð sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á Facebook og Youtube en voru fljótlega teknir upp af Sjónvarpi Símans. Seinasta þáttaröð Soð var tekin upp utandyra á Reykjanesi og var sú þáttasería sýnd á Ríkisútvarpinu.