Kolbrún María Másdóttir

Kolbrún María leikur í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Hér í Þjóðleikhúsinu lék Kolbrún Kamillu í Kardemommubænum, í Oliver! og Fjarskalandi.
Hún hefur æft dans hjá Dansskóla Birnu Björns frá sex ára aldri og tekið þátt í sýningum á vegum skólans. 
Hún lék í söngleiknum Framleiðendunum á vegum Nemendamóts í Versló. 
Hún bjó í Dubai í sex ár, og þar tók hún þátt í margskonar nemendasýningum.