Kim Witzel

  • Kim-Witzel

Kim Witzel gerir leikmynd fyrir Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Witzel lærði leikmyndahönnun við Statens Teaterskole í Danmörku og útskrifaðist árið 1989. Hann var einn af forsprökkum leikhópsins Dr. Dante frá því hann var stofnaður árið 1979. Hópurinn tók síðar við Dantes Aveny, en sýningar hópsins voru þekktar fyrir sterkar og óvenjulegar sjónrænar útfærslur. Meðal verkefna hans með hópnum eru Amors ark, Kaupmannahöfn, Hús Bernörðu Alba, Sporet, Jagten, American Psycho og Fyrst fæðist maður. 


Witzel hefur gert leikmyndir fyrir fjölda leiksýninga við ýmis önnur leikhús, en meðal þeirra eru Liebhaverne hjá Husets teater, Kærlighedsbarnet Ifigenia hjá Kaleidoskop, Reumertverðlaunasýningin Gítarleikararnir hjá Mungo Park, Heksejagt við Borgarleikhúsið í Óðinsvéum, 1984 hjá Betty Nansen-leikhúsinu og Ödipus, Ivanov, Egelykke, Alle mennesker er dödelige, Koks i kulissen, Kollektivet, Robin Hood og Kabarett hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn.