Kevin McCurdy

  • Kevin-McCurdy

Kevin sér um bardagalistir í  Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Kevin hefur þjálfað leikara í bardagalistum og hannað bardagaatriði fyrir leikhús og kvikmyndir í hartnær þrjá áratugi. Hann hefur starfað við fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Kanada, Noregi, Svíðþjóð og Bandaríkjunum. 

Meðal nýlegra verkefna í leikhúsi eru Játvarður II, The Two Noble Kinsmen, Kaupmaður í Feneyjum, Snegla tamin og Þrettándakvöld í Globeleikhúsinu, Macbeth, Anton og Kleópatra, An Octoroon, The Great Wave, Macbeth, Network,  Mosquitoes og Barber Shop Chronicles hjá Breska þjóðleikhúsinu og Þrettándakvöld og Anton og Kleópatra hjá Royal Shakespeare Company. Meðal nýlegra kvikmyndaverkefna eru The Huntsmen, Anton og Kleópatra, The Lighthouse og Set Fire to the Stars.

Kevin er einn af stofnendum og stjórnendum the Academy of Performance Combat sem stendur fyrir bardagalistaþjálfun víða um Bretland og í Bandaríkjunum.