Katrín Gunnarsdóttir

Katrín er danshöfundur í Jónsmessunæturdraumi í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Katrín starfar sem danshöfundur og dansari.

Katrín útskrifaðist með BA gráðu í kóreógrafíu frá ArtEZ Academy of the Arts í Hollandi vorið 2008. Áður lærði hún samtímadans við Listaháskóla Íslands.

Hún hefur samið ýmis dansverk, þar á meðal ÞEL fyrir Íslenska dansflokkinn, Crescendo og Shades of History í samstarfi við Tjarnarbíó, End of an Era fyrir samtímadansbraut Listaháskóla Íslands, Saving History og Macho Man í samstarfi við Reykjavík Dance Festival og Kviku í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Hún hefur einnig skapað dansverk í samvinnu við aðra listamenn, þar má nefna Moving Mountains með Marble Crowd, Coming Up og PLANE með Melkorku & Kötu og Shake Me, Kandíland og Úps! með Hreyfiþróunarsamsteypunni.

Verk Katrínar hafa verið sýnd á sviðslistahátíðum og í leikhúsum víðsvegar á Íslandi og einnig í Hollandi, Belgíu, Noregi, Póllandi, Sviss, Þýskalandi og víðar.

Katrín hefur gert dans- og sviðshreyfingar í leiksýningum hjá Þjóðleikhúsinu, Íslensku Óperunni, Theater Republique í Danmörku, Toneelgroep Amsterdam í Hollandi, Norræna húsinu og Stúdentaleikhúsinu. Hún samdi einnig danshreyfingar í tónlistarmyndböndum fyrir Joy Divison, Ásgeir Trausta, Ólaf Arnalds og Between Mountains.

Katrín hefur hlotið nokkrar tilnefningar til Grímunnar og hlotið verðlaunin sem danshöfundur fyrir Crescendo og Coming Up, og sem dansari fyrir Shades of History. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV og til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz.


www.katringunnarsdottir.com