Kasper Ravnhøj

  • Kasper Ravnhøj

Kasper Ravnhøj sér um slapstick í sýningunni Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Kasper Ravnhøj er dansari og danshöfundur. Hann lauk námi í nútímadansi frá Center for Performing Arts í Kaupmannahöfn árið 1998. 

Hann er annar stofnenda danshópsins Mute Comp. Physical Theatre sem hefur starfað frá árinu 1999 og vakið mikla athygli, unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga og ferðast víða um heim með sýningar sínar. 

Hann var valinn dansari ársins af árbók Tanz Magazine árið 2011 og tilnefndur til Reumert-verðlaunanna árið 2013 sem dansari ársins. Hann var höfundur sviðshreyfinga í Metamorfoser eftir Det Røde Rum hjá Konunglega danska leikhúsinu sem hlaut Reumert-verðlaunin árið 2014.

Anja Gaardbo og Kasper Ravnhøj voru tilnefnd til Grímunnar fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu.