/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kara Hergils

Lýsingarhöfundur
/

Kara Hergils útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi og kóreógrafíu frá leiklistardeild Listaháksóla Íslands vorið 2011. Auk kennslustarfa í undanfarin 11 ár hefur hún annast uppsetningu fjölda nemendasýninga í Borgarleikhúsinu. Hún dansaði og var meðal þeirra sem kóreógrafaði verkið ,,Stundarbrot” í Borgarleikhúsinu árið 2012. Vorið 2013 setti hún upp tilraunaverkið ,,Aumingjakynslóðin” í Þjóðleikhúskjallaranum með Ásrúnu Magnúsdóttur og Védísi Kjartansdóttur. Kara tók við stöðu framkvæmdarstjóra hjá Reykjavík Dance Festival árið 2015 og hefur starfaði við hátíðina síðan. Hún sinnti einnig stöfum dansgangrýnanda Fréttablaðisins. Nú síðast setti Kara upp verkið Hún pabbi í Borgarleikhúsinu þar sem hún var höfundur verksins og listrænn stjórnandi hópsins. Verkið var að auki sýnt á Breiðholt Festival, Act Alone hátíðinni, Everybody’s Spectacular sviðlistarhátíðinni og í Leikfélagi Akureyrar.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími