/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kamilla Einarsdóttir

Höfundur
/

Höfundur

Þjóðleikhúsið sýnir Kópavogskróniku, sem byggð er á skáldsögu Kamillu, leikárið 2020-2021.

Kamilla Einarsdóttir starfar sem bókavörður og rithöfundur. Hún birti sögu í Ástarsögum íslenskra kvenna árið 2017, „Læsi í Burkina Faso og aðrar aðferðir til að taka einhvern á löpp“. Árið 2018 sendi hún frá sér skáldsöguna Kópavogskróniku – Til dóttur minnar með ást og steiktum á vegum bókaforlagsins Bjarts. Áhugamál Kamillu eru risaeðlur, kastalar og sæt dýr. Hún man furðu mikið af þjóðhátíðardögum og getur farið í handahlaup. Kamilla byrjaði í MH, prófaði svo alla menntaskóla á landinu og útskrifaðist eftir 10 ár úr FÁ með 0 einingar í leikfimi en mjög margar í áföngum þar sem hún þurfti ekki að hlaupa eða teygja neitt. Prófaði svo japönsku, þroskaþjálfann og sagnfræði í Háskólanum. Kláraði ekkert af því. Hún hefur starfað við ýmislegt, verið bréfberi, útkastari og unnið einn vetur á strípibúllu. Hún hefur síðustu átta ár unnið á bókasafni og skrifað meðfram því.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími