Jón Jónsson

  • Jon-Jonsson-2019

Jón semur tónlist fyrir Shakespeare verður ástfanginn, ásamt Friðriki Dór, í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Jón Ragnar Jónsson nam klassískan gítarleik við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann útskrifaðist frá Boston háskóla með Bachelor-gráðu í hagfræði. 

Jónlék eitt aðalhlutverkanna í söngleikjauppfærslum Verzlunarskóla Íslands, Slappaðu af!, Made in USA og Sólsting.

Fyrsta lag Jóns, Lately, kom út árið 2010. Fyrsta plata Jóns, Wait for Fate, rataði í gull árið 2011 og náðu lög á borð við When You're Around, Sooner or Later, Always Gonna be There og Kiss in the Morning góðu flugi á vinsældalistum útvarpsstöðvanna. Sumarið 2012 sat lagið All, You, I lengi í efsta sæti Lagalistans. Jón var á samningi hjá Sony 2012- 2014. Hann gaf út Þjóðhátíðarlagið Ljúft að vera til 2014  og um haustið kom út hans önnur breiðskífa, Heim. Íslenskir textar prýddu lögin og Gefðu allt sem þú átt, Heltekur minn hug og Ykkar koma ómuðu á öldum ljósvakans. Árið 2017 kom út hans persónulegasta lag til þessa, Þegar ég sá þig fyrst.  Árið 2018 var gæfuríkt þegar lögin Lost, Með þér og Þjóðhátíðarlagið Á sama tíma, á sama stað tylltu sér í toppsætin og Jón gerðist rappari í einn dag þegar hann, ásamt bróður sínum, Friðriki Dór, gaf út auka-Þjóðhátíðarlagið Heimaey. Árið 2019 samdi Jón svo lag við texta Braga Valdimars Skúlasonar, Draumar geta ræst, en samvinnan var hluti af Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar.

Jón hefur samhliða tónlistarferlinum haldið fyrirlestra um land allt um fjármál, forvarnir og heilbrigðan lífsstíl. Þá hefur Jón birtst á skjám landsmanna sem dómari í Ísland Got Talent og þáttastjórnandi Fjörskyldunnar. Ennfremur hefur Jón talað inn á teiknimyndir á borð við The Lorax, Aulinn ég, The Minions, Rio, The Grinch og Ugly Dolls.