Ísabella Rós Þorsteinsdóttir

Ísabella Rós leikur í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Ísabella er á 3. ári í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Hér í Þjóðleikhúsinu hefur Ísabella leikið í Fjarskalandi, Leitinni að jólunum, Dýrunum í Hálsaskógi, Oliver! og Kardemommubænum. 
Í Borgarleikhúsinu hefur hún leikið í Línu Langsokk, Beðið eftir Godot og Fanný og Alexander þar sem hún lék Fanný. 
Ísabella lék í kvikmyndinni Bjarnfreðarson og hefur einnig leikið í nokkrum stuttmyndum og auglýsingum. Hún hefur einnig unnið við talsetningu. 
Ísabella hefur æft dans frá fimm ára aldri hjá Dansskóla Birnu Björns og hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum skólans. Ísabella var dansari á stórtónleikum Friðriks Dórs í Hörpu. Einnig hefur hún hefur dansað hjá Lazy Town Productions.