Ingibjörg Huld Haraldsdóttir

  • Ingibjorg-Huld-Haraldsdottir

Ingibjörg er aðstoðarleikstjóri í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Ingibjörg Huld Haraldsdóttir hlaut BA gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2011.

Ingibjörg hefur unnið sem leikstjóri, aðstoðarleikstjóri, sýningarstjóri og verkefnastjóri í hinum ýmsu verkefnum bæði innan sjálfstæðu sviðlistarsenunnar, við leiklistarhátíðir og innan veggja stofnannaleikhúsanna.

Þ.a.m. leikstýrði hún Ég er vindurinn eftir Jon Fosse í Þjóðleikhúskjallaranum vorið 2012, Sek eftir Hrafnhildi Hagalín hjá Leikfélagi Akureyrar haustið 2013, Skemmtilegt er myrkrið, devised verkefni hjá Leikfélagi Akureyrar vorið 2014 og vann sem aðstoðarleikstjóri Egils Heiðars Antons Pálssonar við uppsetningu Gullna Hliðsins hjá Leikfélagi Akureyrar haustið 2013. Þá stafaði hún sem Markaðs- og miðasölustjóri hjá Tjarnarbíói á leikárunum 2016-2018.