Ingi Bekk

  • Ingi Bekk

Ingi Bekk sér um myndbandshönnun í Þitt eigið leikrit - Goðsaga og fjölskyldusöngleiknum Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.

Ingi Bekk útskrifaðist með gráðu í ljósahönnun frá Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2013 og hefur unnið síðan sem myndbands- og ljósahönnuður fyrir sviðslistir um allan heim.

Meðal leikhúsverka sem hann hefur unnið að eru Rocky Horror og 1984 fyrir Borgarleikhúsið, Hafið og Slá í gegn fyrir Þjóðleikhúsið, Píla Pína og Núnó og Júnía fyrir Menningarfélag Akureyrar, The Empire of Lights fyrir Þjóðleikhús Kóreu, Schatten og Travelling on One Leg í leikstjórn Katie Mitchell fyrir Deutches Schauspielhaus í Hamborg og Schaubuehne í Berlín. 

Óperuverk sem Ingi hefur unnið við eru meðal annars Benvenuto Cellini í leikstjórn Terry Gilliam og Töfraflautan í leikstjórn Simon McBurney. 

Ingi hefur einnig hannað fjölda verkefna fyrir tónlistarmenn á borð við Two Door Cinema Club, Mugison, Blur og Backstreet Boys.

Næstu verkefni eru meðal annarra Söngkeppni Sjónvarpssins 2019, Matthildur og Bæng! í Borgarleikhúsinu og Orlando í leikstjórn Katie Mitchell við Schaubuhne leikhúsið í Berlín.