Högni Sigurþórsson

Leikmunadeild og leikmyndagerð

Högni er einn af höfundum leikmyndar í Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020

Högni starfar í leikmunadeild Þjóðleikhússins, en hefur jafnframt gert leikmyndir og starfað sem myndlistarmaður.

Í Þjóðleikhúsinu hefur Högni gert leikmynd fyrir Þitt eigið leikrit I - Goðsaga, Litla prinsinn, Nítjánhundruð og Umhverfis jörðina á 80 dögum.

Högni stundaði nám við Listaháskólann í Berlín og listaháskólann Valand í Gautaborg. Hann útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1998.

Högni hefur frá útskrift einnig starfað sem myndlistarmaður og grafískur hönnuður.

Högni hóf störf í leikmunadeild Þjóðleikhússins árið 2003.