Gréta Kristín Ómarsdóttir

Dramatúrg

  • Greta-Kristin-Omarsdotti

Gréta Kristín Ómarsdóttir er dramatúrg í Englinum og Atómstöðinni í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020

Gréta Kristín Ómarsdóttir útskrifaðist með B.A gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Áður stundaði hún nám í bókmenntafræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. 

Gréta er sjálfstætt starfandi leikstjóri en hefur einnig starfað sem dramatúrg og aðstoðarleikstjóri, meðal annars við sýningarnar Ég dey (2019) e. Charlotte Böving og Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (2016) e. Edward Albee í Borgarleikhúsinu; Gott fólk (2017) e. Val Grettisson og Símon Birgisson, Óvin fólksins (2017) e. Henrik Ibsen í Þjóðleikhúsinu og Sporvagninn Girnd (2016) e. Tennesse Willams í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. 

Gréta er nú fastráðinn dramatúrg við Þjóðleikhúsið og er einnig stundakennari fræða við Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands. 

Helstu leikstjórnarverkefni hennar eru Ókunnugur (2019) e. Grétu og Kára Viðarsson í Frystiklefanum Rifi; Bæng! (2019) e. Marius Von Mayenburg í Borgarleikhúsinu; Insomnia (2018) e. Amalie Olesen og Stertabendu í Þjóðleikhúsinu; Skúmaskot (2018) e. Sölku Guðmundsdóttur í Borgarleikhúsinu; Eftir ljós (2018) e. Sölku Guðmundsdóttur í Útvarpsleikhúsinu og Stertabenda (2016) e. Marius von Mayenburg í Þjóðleikhúsinu. 

Gréta fékk Gímuverðlaunin sem sproti ársins 2017. Hún var tilnefnd til Grímunnar sem leikstjóri ársins 2017 fyrir Stertabendu og aftur fyrir sýninguna Bæng! Árið 2019.