Friðrik Sturluson

Friðrik er tónlistarmaður í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Friðrik Sturluson spilar á rafbassa og kontrabassa. Friðrik stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum tónlistarverkefnum í gegnum tíðina og af söngleikjum má nefna "Litlu hryllingsbúðina", "Footloose", "Hárið", "Sól og Mána" og "Mamma Mia!"