Friðrik Dór Jónsson

  • Fridrik-Dor-2019

Friðrik Dór semur tónlist fyrir Shakespeare verður ástfanginn, ásamt Jóni Jónssyni, í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Friðrik tók þátt í tveimur söngleikjauppfærslum nemendamótsnefndar Verzlunarskóla Íslands. 

Í september árið 2009 gaf Friðrik út sitt fyrsta lag, lagið Hlið við hlið. Lagið náði þónokkrum vinsældum og fór t.a.m. í 2. sæti á vinsældalista FM957. Í kjölfarið fylgdu lög eins og Fyrir hana, Keyrumettígang, Hún er alveg með'etta, Leiðarlok og fleiri sem einnig náðu nokkrum vinsældum. Fyrri plata Friðriks, Allt sem þú átt, kom svo út í október 2010. Önnur plata Friðriks, Vélrænn, kom út árið 2012 en hún inniheldur lög eins og Hata að hafa þig ekki hér, Kveikjum nýjan eld og Maður ársins. Árið 2013 söng Friðrik lagið Glaðasti hundur í heimi eftir Dr. Gunna sem hlaut gríðarmikla spilun í útvarpi. Friðrik tók svo þátt í söngvakeppni sjónvarpsins árið 2015 með lagið Í síðasta skipti og lenti í öðru sæti í keppninni. Síðan þá hefur Friðrik gefið út fjölda laga sem hlotið hafa góða spilun í útvarpi og ber þar helst að nefna lög eins og Skál fyrir þér, Fröken Reykjavík, Dönsum eins og hálfvitar, Ástin á sér stað, Hringd'í mig, Fyrir fáeinum sumrum og Á sama tíma á sama stað sem hann samdi ásamt bróður sínum, Jóni Jónssyni.

Samhliða tónlistinni stundaði Friðrik nám við Háskóla Íslands, en hann brautskráðist þaðan með B.S. gráðu í viðskiptafræði árið 2016.