Eva Signý Berger

Leikmynda- og búningahöfundur

Eva starfar jöfnum höndum sem leikmynda- og búningahöfundur og hefur starfað við fjölda leiksýninga og listviðburða. Hún lærði leikmynda- og búningahönnun við Central Saint Martins College of Art and Design í London og útskrifaðist árið 2007. Eva gerði leikmynd fyrir Jónsmessunæturdraum og Konuna við 1000° og leikmynd og búninga fyrir sýningarnar Óvin fólksins, Tímaþjófinn, Gott fólk, ≈ [um það bil], Svanir skilja ekki og Harmsögu hér í Þjóðleikhúsinu.
 
Eva hannaði fyrir eftirfarandi samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, Insomnia hjá Stertabendu, Nýjustu fréttir hjá VaVaVoom, Hvörf hjá Lab Loka, og Kviku sem sýnd var í samstarfi við Katrínu Gunnarsdóttur. Auk Kviku hefur Eva hannað leikmyndir og búninga fyrir danssýningar Katrínar Shades of History, Crescendo, End of an Era og nú síðast ÞEL með Íslenska dansflokknum. Við Borgarleikhúsið hefur hún hannað leikmynd og búninga fyrir sýningarnar Skúmaskot, Auglýsingu ársins og Hystory og búninga fyrir sýninguna Bæng.

 Fyrir Íslensku óperuna hannaði hún leikmyndir fyrir uppfærslur á Évgení Onegin og Hans og Grétu. Aðrar sýningar Evu í vetur eru Brúðumeistarinn eftir Bernd Ogrodnik hér í Þjóðleikhúsinu og Veisla í Borgarleikhúsinu. Eva Signý hefur hlotið tilnefningar til Grímunnar fyrir leikmyndir sínar í Crescendo, Évgení Onegin og Konunni við 1000° og fyrir búninga í Bæng, Atómstjörnu, Tímaþjófnum og Auglýsingu ársins. Heimasíða: evaberger.is